Stúlkan og kennarinn í Frakklandi

Megan Stammers og Jeremy Forrest. Myndin er fengin af vef …
Megan Stammers og Jeremy Forrest. Myndin er fengin af vef BBC.

Lögregla sem leitar að 15 ára stúlku frá Eastbourne í Englandi telur að hún sé í Frakklandi með kennara úr skóla hennar. Þau höfðu bókað far heim til Bretlands með ferju í gærkvöldi en mættu ekki til skips.

Móðir og stjúpfaðir stúlkunnar, Megan Stammers, komu fram á blaðamannafundi í dag og ákölluðu dóttur sína. „Elskan, ég kæri mig kollótta um hvað þú hefur gert og hversvegna, ég vil bara fá þig heim,“ sagði móðir hennar, Danielle Wilson.

Stammers er sögð hafa stungið af með stærðfræðikennara sínum, Jeremy Forrest, sem er tvisvar sinnum eldri en hún. Þau tóku ferju í Dover til Calais í Frakklandi sl. fimmtudagskvöld og voru á bíl Forrest, svartri Ford Fiesta.

Lögregla segist ekki telja stúlkuna í hættu og segir hana hafa farið sjálfviljuga með kennaranum. Vinir og ættingjar hafa auglýst eftir Megan, m.a. á Facebook og Twitter.

Talið er að kennarinn, sem er kvæntur, hafi átt í nánu sambandi lengi en stúlkan hafði sótt aukatíma í stærðfræði til hans frá í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert