Eykur hernaðargetu Kínverja

Flugmóðurskipið gerir Kínverum kleift að sinna verkefnum langt út fyrir …
Flugmóðurskipið gerir Kínverum kleift að sinna verkefnum langt út fyrir kínversk landamæri. AFP

Fyrsta flugmóðurskip Kínverja, hið 300 m langa Liaoning mun auka getu kínverska sjóhersins og er mikilvægt til að nútímavæða bjargir hans að sögn kínverska varnarmálaráðherrans.

Í bili verði engar flugvéla á skipinu heldur verði það aðeins notað til æfinga. Skipið var afhent á sunnudaginn á sama tíma og miklar deilur standa milli Kína og  Japana um eyjar á Austur-Kínahafi.  Önnur ríki í Suðaustur-Asíu hafa einnig deilt við Kínverja um yfirráð á Suður-Kínahafi.

Skipið mun auka varnir landsins, auka samvinnu milli land- og sjóhers til að verjast ógnum gagnvart fullveldi Kínverja, segir varnarmálaráðherrann í yfirlýsingu sinni. Fréttaritari breska ríkisútvarpins í Kína segir að leiðtogar landsins séu að eyða milljörðum punda í að nútímavæða heri sína sem gerir þeim kleift að sinna verkefnum langt út fyrir kínversk landamæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert