Fjölmenn mótmæli gegn stjórnvöldum

Þúsundir manna fóru út á götur höfuðborga Spánar og Portúgals í dag til þess að mótmæla efnahagsástandinu og niðurskurði stjórnvalda vegna þess. Þá var einnig mótmælt í ýmsum minni borgum í löndunum tveimur samkvæmt frétt AFP.

Fólkið beindi reiði sinni að ríkisstjórnum landanna og alþjóðlegum lánadrottnum þeirra, Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópska seðlabankanum. „Portúgal hefur fengið nóg af því að vera rænt og niðurlægt,“ sagði á einu mótmælaskiltanna í Lissabon höfuðborg Portúgals.

Mikil mótmæli hafa átt sér stað í löndunum tveimur undanfarnar vikur og sýndi nýleg skoðanakönnun að 70% Spánverja vildu losna við ríkisstjórn Mariano Rajoy forsætisráðherra. Þá sögðust 73% telja að ríkisstjórnin vissi ekki hvernig ætti að taka á efnahagsvandanum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert