Kirkjan vill svipta Savile heiðursorðu

Fjölmiðlamaðurinn Jimmy Savile.
Fjölmiðlamaðurinn Jimmy Savile.

Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Englandi hefur skrifað páfa bréf og beðið um að kannað verði hvort hægt sé að svipta Jimmy Savile heiðursorðu sem kirkjan sæmdi hann árið 1990. Savile er sakaður um kynferðisbrot gegn meira en 300 konum. Hann lést á síðasta ári.

Savile var kaþólikki. Það var Jóhannes Páll II. sem sæmdi hann orðu árið 1990 fyrir störf að velferðarmálum, en Savile tók þátt í að safna fé til velferðarmála um margra ára skeið. Enginn einn maður hefur safnað jafnmiklu fé til velferðarmála í Bretlandi og Savile.

Á síðustu vikum hafa komið fram upplýsingar um að Savile hafi á meira en 40 ára tímabili brotið gegn fjölmörgum börnum, m.a. þegar hann starfaði hjá BBC, en einnig þegar hann vann sem sjálfboðaliði á sjúkrahúsum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert