Mega kosta fóstureyðingar með almannafé í Flórída

Kjósendur á kjörstað í Crawfordville í Flórída.
Kjósendur á kjörstað í Crawfordville í Flórída. mbl.is/afp

Um margt annað er kosið í Bandaríkjunum en forseta til næstu fjögurra ára. Þannig höfnuðuð  kjósendur í Flórída tillögu um að banna notkun almannafjár til að niðurgreiða kostnað við fóstureyðingar.  

Alls greiddu 55% kjósenda gegn þessu umdeilda máli en 45% vildu banna notkun almannafjár með þessum hætti, að sögn sjónvarpsstöðvanna NBC og CNN.

Í Maryland samþykktu kjósendur lög sem heimila hjúskap samkynhneigðra. Einnig samþykktu þeir lög sem heimila ólöglegum innflytjendum að sækja sér menntun í  ríkisskólum.

Í Coloradoríki samþykkti svo meirihluti kjósenda að heimila marijuana reykingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert