Viðræður um fjárlög ESB í strand

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins.

Viðræður fulltrúa ríkisstjórna Evrópusambandsins (ESB) og Evrópuþingsins um fjárlög ESB næsta ár fóru út um þúfur í dag, að sögn Alains Lamassoure, formanns fjárlaganefndar þingsins.

Til að ná fram að ganga þarf samþykki allra 27 ríkja ESB og þingsins við fjárlögin. „Ráðherraráðið gat ekki samið og því var viðræðunum slitið. Framkvæmdastjórn ESB verður nú að leggja fram nýjar tillögur svo hægt verði að taka upp þráðinn að nýju,“ sagði Lamassoure.

Viðræðuslitin þykja ekki vísa á gott fyrir leiðtogafund ESB-ríkjanna 22.-23. nóvember nk. Til hans var boðað til að reyna ná samkomulagi um útgjaldaáætlun sambandsins á árunum 2014 - 2020, sem ríkin hefur greint verulega á um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert