Kristnir skeyti engu um heimsendaspár

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. AFP

Benedikt páfi 16. hvetur kristna menn til að skeyta ekki um þær kenningar að dómsdagur sé á næsta leiti, nánar til tekið 21. desember.

Í hinni vikulegu predikun sinni úr glugga íbúðar sinnar í Vatíkaninu ræddi páfinn um þær ályktanir sem dregnar hafa verið af orðum Biblíunnar.

Nokkrar kvikmyndir og heimildarmyndir hafa verið gerðar um þær hugmyndir Maya í Suður-Ameríku að dómsdagur sé í næsta mánuði, 21. desember.

En páfinn segir að Jesús hafi ekki lýst heimsendi.

Talið er að um 90 þúsund manns muni koma saman í Gvatemala-borg 21. desember ef vera kynni að dómsdagur yrði þann dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert