Rúta féll ofan í gljúfur

Dabajian-fjall á Taívan. Úr myndasafni.
Dabajian-fjall á Taívan. Úr myndasafni. Wikipedia/Peellden

Þrettán létust og tíu aðrir slösuðust í morgun þegar rúta sem þeir voru farþegar í fór út af veginum og féll ofan í gljúfur í fjalllendi í norðurhluta Taívans.

Fram kemur í frétt AFP að 22 hafi verið farþegar í rútunni þegar slysið átti sér stað um klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. Haft er eftir taívönskum embættismanni að flestir farþeganna hafi verið á sextugs- og sjötugsaldri og allir frá Taívan.

Þeir sem slösuðust voru fluttir á næsta sjúkrahús en einn af þeim meiddist alvarlega. Bílstjóri rútunnar var einn af þeim sem lifðu slysið af en ekki liggur fyrir hvað olli því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert