Tekinn af lífi með afhöfðun

Frá Mecca í Sádi-Arabíu.
Frá Mecca í Sádi-Arabíu. AFP

Pakistanskur karlmaður var í dag tekinn af lífi í borginni Mekka í Sádi-Arabíu fyrir að hafa stungið annan mann til bana. Maðurinn, Altaf Hussein Hati, var afhöfðaður samkvæmt frétt AFP.

Hati var fundinn sekur um að hafa stungið fórnarlamb sitt í hálsinn með hnífi og skilið það síðan eftir þar sem því blæddi út samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðuneyti landsins.

Fram kemur í fréttinni að 74 hafi verið teknir af lífi í Sádi-Arabíu á þessu ári en 79 voru teknir af lífi í landinu á síðasta ári. Er þar vísað í tölur frá mannréttindasamtökunum Amnesty International.

Samkvæmt lögum Sádi-Arabíu, sem byggjast á sharía-lögunum, er dauði refsingin fyrir nauðgun, morð, guðlast, vopnað rán og eiturlyfjasmygl og -sölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert