Evrópa líkt og á tímum helfararinnar

AFP

Utanríkisráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, gagnrýndi Evrópu í dag og segir stefnu ríkja álfunnar gagnvart Ísrael svipaða og í helförinni.

Lieberman  segir að Evrópa hafi snúið blinda auganu að ræðu leiðtoga Hamas, Khaleds Meshaals, þar sem hann sagði að Palestínumenn myndu ekki gefa þumlung eftir.

Lieberman sagði í viðtali við ísraelsa útvarpið í morgun að staðan nú minnti mjög á fjórða áratug síðustu aldar og byrjun þess fimmta þegar Evrópa vissi hvað fór fram í útrýmingarbúðunum og brást ekki við. „Evrópa hefur gefið sjálfri sér kinnhest,“ sagði hann í viðtalinu í morgun.

Þegar gyðingum sé fórnað verði fólk að spyrja sig hver verði næstur, til að mynda í Toulouse þar sem hryðjuverkamaður myrti gyðingabörn og franska hermenn, sagði Lieberman og vísaði þar til morða Mohameds Merahs, sem myrti þrjú gyðingabörn og kennara í borginni Toulouse í mars. Skömmu áður hafði hann myrt þrjá franska hermenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert