Fórnarlömb Saviles yfir 500

Fjölmiðlamaðurinn Jimmy Savile lést á síðasta ári.
Fjölmiðlamaðurinn Jimmy Savile lést á síðasta ári.

Breska lögreglan er að ljúka rannsókn á ásökunum á hendur útvarpsmanninum Jimmy Savile um kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Að sögn BBC er nú talið að fórnarlömb hans séu yfir 500.

Lögreglan stefnir að því að birta skýrslu um rannsóknina í byrjun næsta árs. Savile lést á síðasta ári 84 ára gamall. Eftir lát hans komu fram ásakanir um að hann hefði brotið gegn ungum stúlkum á yfir 40 ára tímabili.

Rannsóknin nær einnig til manna sem lögreglan grunar um að hafa tekið þátt í brotunum. Sjö hafa verið handteknir, en engar ákærur hafa enn verið gefnar út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert