Stefnir í stjórnarskipti í Japan

Shinzo Abe
Shinzo Abe Reuters

Útgönguspár benda til þess að Frjálslyndi flokkurinn í Japan hafi unnið sigur í þingkosningunum í Japan, sem fram fóru í dag. Allt bendir því til að Shinzo Abe taki á ný við starfi forsætisráðherra.

Frjálslyndi flokkurinn fór með völd í Japan nær óslitið í 50 ár fram til 2009. Útgönguspár benda til að flokkurinn fái meirihluta þingmann. Abe var forsætisráðherra Japans á árunum 2006-2007.

Abe hét því í kosningabaráttunni að binda enda á 20 ára stöðnun í efnahagsmálum Japans. Hann vill líka að Japan sýni meiri ákveðni í samskiptum við Kína.

Demókrataflokkurinn í Japan hefur farið með völdin í Japan síðan 2009. Yoshihiko Noda forsætisráðherra hefur beitt sér fyrir því að tvöfalda söluskatt, en sú tillaga er mjög umdeild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
Krossgátublaðið Frístund
Nýtt hefti á sölustöðum. www.fristund.net...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...