Stefnir í stjórnarskipti í Japan

Shinzo Abe
Shinzo Abe Reuters

Útgönguspár benda til þess að Frjálslyndi flokkurinn í Japan hafi unnið sigur í þingkosningunum í Japan, sem fram fóru í dag. Allt bendir því til að Shinzo Abe taki á ný við starfi forsætisráðherra.

Frjálslyndi flokkurinn fór með völd í Japan nær óslitið í 50 ár fram til 2009. Útgönguspár benda til að flokkurinn fái meirihluta þingmann. Abe var forsætisráðherra Japans á árunum 2006-2007.

Abe hét því í kosningabaráttunni að binda enda á 20 ára stöðnun í efnahagsmálum Japans. Hann vill líka að Japan sýni meiri ákveðni í samskiptum við Kína.

Demókrataflokkurinn í Japan hefur farið með völdin í Japan síðan 2009. Yoshihiko Noda forsætisráðherra hefur beitt sér fyrir því að tvöfalda söluskatt, en sú tillaga er mjög umdeild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert