Frökkum fjölgar hægt

Um nýliðin áramót töldust Frakkar vera 65.586.
Um nýliðin áramót töldust Frakkar vera 65.586. AFP

Frökkum hefur fjölgað um 300.000 á síðasta ári. Það er minnsta fjölgun þjóðarinnar á einu ári undanfarinn áratug, þrátt fyrir að þeir séu næstfrjósamastir Evrópubúa.

Um nýliðin áramót töldust Frakkar vera 65.586.000.

Írskar konur eignast flest börn allra evrópskra kvenna. Franskar konur fylgja þar á eftir, en þær eignast að meðaltali 2,05 börn. Til þess að viðhalda þjóðinni þarf meðaltalið að vera 2,07 börn.

Frakkland er næstfjölmennasta ríki Evrópu, það fjölmennasta er Þýskaland en þar búa 82 milljónir manna. Mannfjöldi er mikið í umræðunni í Frakklandi, en hið opinbera stendur nú frammi fyrir miklum útgjöldum vegna þess að afsprengi svokallaðrar barnasprengju, sem varð eftir síðari heimsstyrjöldina, eru nú óðum að komast á ellilaun.

Til ýmissa ráða hefur verið gripið til að hvetja fólk til barneigna, til dæmis eru fólki á barneignaaldri boðnar skattaívilnanir og ýmsar greiðslur frá hinu opinbera, kjósi það að eignast börn, og leikskólaþjónusta hefur verið bætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert