Hreingerningakona stal lest og ók á hús

Sænsk kona liggur á sjúkrahúsi eftir að hún stal lest í nótt og ók henni á töluverðum hraða á íbúðarhús í Saltsjöbaden skammt frá Stokkhólmi. Ekki er vitað hvað konunni gekk til.

Samkvæmt frétt Aftonbladet var konan hreingerningakona og var við störf um borð í lestinni á þriðja tímanum í nótt. Svo virðist sem konan hafi sett lestina í gang og ekið henni af stað á töluverðum hraða. Þegar lestin var komin á mikinn hraða fór hún út af sporinu með fyrrgreindum afleiðingum. Fólkið í húsinu var í fastasvefni þegar þetta gerðist.

Talsmaður sænsku lögreglunnar segir með ólíkindum að ekki hafi fleiri orðið fyrir meiðslum.

Lestin er í eigu járnbrautarfélagsins Arriva sem rannsakar nú hvernig konunni tókst að koma lestinni í gang og á fulla ferð.

Lögreglumenn við lestina, sem endaði inn í fjölbýlishúsi í Saltsjöbaden …
Lögreglumenn við lestina, sem endaði inn í fjölbýlishúsi í Saltsjöbaden í Svíþjóð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert