Tóku sjö gísla af lífi

Þessir þrír menn voru í haldi íslamistanna fjóra daga. Til …
Þessir þrír menn voru í haldi íslamistanna fjóra daga. Til vinstri eru Bretarnir Peter og Alan. Lengst til hægri er Norðmaðurinn Oddvar Birkedal. Þeir sluppu allir ómeiddir. STR

Íslamistarnir sem tóku gísla á gasvinnslusvæði í Alsír fyrir helgi tóku sjö gísla af lífi í dag áður en sérsveitarfmenn alsírska hersins gerðu árás á vígamennina. Þetta er fullyrt í breska blaðinu Telepraph í dag.

Alsírski herinn gerði árás á svæðið þar sem vígamennirnir voru eftir að hann fékk upplýsingar um að íslamistarnir væru byrjaðir að taka gísla af lífi.

William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, segir að fimm Bretar sem voru í haldi sé saknað og eins manns til viðbótar sem búi í Bretlandi. Staðfest er að einn Breti lést í gíslatökunni.

BP segist ekki vitað um örlög fjögurra starfsmanna sinna sem störfuðu á svæðinu. Norsk stjórnvöld segja að fimm Norðmanna sem störfuðu hjá Statoil sé saknað og leitað sé allra leiða til að fá upplýsingar um örlög þeirra.

Stjórnvöld í Alsír segja að 23 gíslar og 32 íslamistar hafi fallið í aðgerðum síðustu fjögurra daga.

Í Telegraph segir að íslamistarnir hafi reynt að sprengja upp gasvinnslustöðina áður en alsírski herinn gerði árás. Íslamistarnir voru búnir að koma fyrir jarðsprengjum til að hamla því að herinn gæti ráðist inn. Herinn hefur fundið mikið af vopnum sem vígamennirnir notuðu í árásinni.

Nokkur hundruð Alsíringar voru um tíma gíslar vígamannanna.
Nokkur hundruð Alsíringar voru um tíma gíslar vígamannanna. -
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert