Zeman kjörinn forseti Tékklands

Miloš Zeman var glaður í bragði eftir að ljóst var …
Miloš Zeman var glaður í bragði eftir að ljóst var að hann yrði næsti forseti Tékklands. AFP

Miloš Zeman, fyrrverandi forsætisráðherra Tékklands, verður næsti forseti landsins en hann hafði betur gegn aðalsmanninum Karel Schwarzenberg, í seinni umferðinni sem lauk í dag.

Zeman fékk 54,82% atkvæða en Schwarzenberg, sem er utanríkisráðherra Tékklands, fékk 45,17% atkvæða. Zeman hlaut einnig flest atkvæði í fyrri umferðinni en alls buðu níu sig fram til embættis forseta.

Þegar niðurstaðan var ljós sagði Schwarzenberg að hann vonaðist til þess að Zeman yrði forseti allrar tékknesku þjóðarinnar. Zebman, sem er 68 ára, er vinstrimaður og var forsætisráðherra 1998-2002. Hann er mikill stuðningsmaður Evrópusambandsins og kom að samningaviðræðum Tékka við sambandið en Tékkar gengu í ESB árið 2004.

Zeman sagði eftir að niðurstaðan var ljós að hann héti því að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að vera málsvari allrar þjóðarinnar en þetta er í fyrsta skipti sem forseti Tékklands er kjörinn með beint af almennum kjósendum í landinu.

Báðir forsetaframbjóðendurnir eru ESB-sinnar ólíkt Vaclav Klaus, fráfarandi forseta, en  helstu málin í kosningabaráttunni voru mál tengd ESB.

Umfjöllun mbl.is um Schawarsenberg

Karel Schwarzenberg var hins vegar fúll á svipinn þegar niðurstaðan …
Karel Schwarzenberg var hins vegar fúll á svipinn þegar niðurstaðan var ljós AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert