Unglingur dæmdur fyrir heiðursmorð í Svíþjóð

mbl.is

Sænskur dómstóll hefur dæmt 17 ára gamlan mann í átta ára fangelsi fyrir að stinga systur sína 107 sinnum. Dómararnir segja um heiðursmorð að ræða.

Unglingurinn var sextán ára er hann framdi ódæðið. Hann hefur verið dæmdur fyrir að myrða 19 ára systur sína á heimili hennar í bænum Landskrona 23. apríl í fyrra.

Hann hringdi sjálfur á neyðarlínuna og sagði að grímuklæddur maður hefði ráðist á systur sína. Lögreglan segir að sú saga hafi ekki verið trúverðug og að sönnunargögn bendi til annars.

Í niðurstöðu dómsins kom fram að þrátt fyrir að um ungan mann væri að ræða væri átta ára fangelsi talið viðeigandi.

Nöfn og þjóðerni fólksins hefur ekki verið gefið upp opinberlega en fjölmiðlar í Svíþjóð segja það af írösku bergi brotið.

Systirin sagði vinum sínum að hún óttaðist um líf sitt eftir að hún flúði frá Írak þar sem hún var látin ganga í hjónaband gegn vilja sínum. Eiginmaðurinn var miklu eldri en hún og nauðgaði henni.

Er hún kom til Svíþjóðar hafði hún samband við félagsþjónustuna í bænum Landskrona, en sagði að þar hefði hótin ekki verið tekið alvarlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert