Vilja 100% skatt á þá ríkustu

Wikipedia/Arne Hückelheim

Vinstriflokkurinn í Þýskalandi vill að settur verði 100% skattur á þá sem hafa meira en 500 þúsund evrur í árslaun en það samsvarar um 86,5 milljónum króna. Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.de að flokkurinn hyggist fara fram með þá stefnu fyrir þingkosningarnar í landinu sem fram fara í september.

„Tillagan byggist á því að enginn ætti að hafa meira í tekjur en 40 sinnum meira en lágmarkslaun,“ er haft eftir Katju Kipping, einum af forystumönnum Vinstriflokksins. Skattinn á að nota til þess að fjármagna velferðakerfið í landinu og fjárfesta í framtíð landsins segir í stefnuskránni.

Flokkurinn á sæti á þýska sambandsþinginu og í þingum nokkra fylkja Þýskalands en hefur hins vegar átt nokkuð erfitt uppdráttar undanfarin misseri og ekki tekist að auka fylgi sitt vegna efnahagserfiðleikanna í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert