Brjóstaberar konur fögnuðu afsögn páfa

Átta konur afhjúpuðu brjóst sín inni í Notre Dame kirkjunni í París í dag og vildu með því fagna afsögn Benedikts páfa XVI.

Talsmaður kvennanna sagði að afstaða kirkjunnar til kvenna væri vandamál og kirkjan þyrfti að taka upp breytta stefnu. Það sé mikið talað um páfann, en það sé nær að ræða um stöðu kvenna innan kirkjunnar.

Ekki voru allir ánægðir með mótmælin. Sumum fannst óviðeigenda að mótmæla inn í sjálfri kirkjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert