„Stjórnvöld geta ekki breytt veðrinu“

Marco Rubio er rísandi stjarna í Repúblikanaflokknum.
Marco Rubio er rísandi stjarna í Repúblikanaflokknum. AFP

Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins í Flórída, segir að það sé misskilningur að ríkisstjórn Bandaríkjanna geti gert eitthvað til að hafa áhrif á veður í Bandaríkjunum. Hann sagði þetta vegna orða sem Barack Obama forseti lét fjalla í stefnuræðu í gær um umhverfismál.

„Ríkisstjórnin getur ekki breytt veðrinu. Við getum samþykkt helling af lögum sem munu skemma fyrir efnahagslífinu, en það mun ekki hafa nein áhrif á veðrið,“ sagði Rubio í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina, en Rubio er af mörgum álitinn einn af vonarstjörnum í Repúblikanaflokknum.

Rubio sagði að lönd eins og Kína og Indland menguðu mun meira en Bandaríkin og myndu halda áfram að gera það hvað sem Bandaríkin gerðu.

„Bandaríkin er land, en ekki pláneta,“ sagði Rubio. „Við getum samþykkt alls kyns lög og gefið út tilskipanir, en þær munu ekki breyta andrúmsloftinu eða veðrinu. Þær geta hins vegar skemmt fyrir efnahagslífinu og raunar eyðilegt það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert