Hrossakjöt, en ekkert svínakjöt

Hrossakjötshneykslið virðist engan enda ætla að taka.
Hrossakjötshneykslið virðist engan enda ætla að taka. AFP

Hrossakjötshneykslið virðist engan enda ætla að taka, en hrossakjöt fannst í dag í austurrískum pylsum, sem fluttar höfðu verið út til Rússlands og voru sagðar innihalda svínakjöt. Við rannsókn kom í ljós að auk hrossakjöts innihéldu þær kjúkling, nautgripakjöt og sojakjöt, en ekkert svínakjöt.

Reyndar kom skýrt fram á umbúðum pylsanna að í þeim væri 80% svínakjöt og afgangurinn væri annað, sem ekki væri kjöt.

Talsmaður rússneska matvælaeftirlitsins sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að um væri að ræða 20 tonn af pylsum. Óljóst væri um uppruna dýranna sem pylsurnar væru unnar úr og því gæti allt eins verið um sjúk og gömul dýr að ræða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert