Afsögn páfa hefur tekið gildi

Afsögn Benedikts XVI hefur tekið gildi.
Afsögn Benedikts XVI hefur tekið gildi. AFP

Fáni Vatíkansins var dreginn niður við Gandolfo kastala fyrir utan Róm klukkan 19:00 að íslenskum tíma, en þá tók afsögn Benedikts páfa XVI, trúarleiðtoga 1,2 milljarðs jarðarbúa, gildi.

Svissnesku verðirnir, lífverðir páfa, fylgdu honum að kastalanum í kvöld, lokuðu þungum viðarhurðum hennar og hurfu síðan á brott. Þeir munu ekki koma aftur til starfa fyrr en nýr páfi hefur verið kosinn.

Sérfræðingar í málefnum Vatíkansins hafa leitt að því líkum að afsögn Benedikts XVI gæti gefið tóninn fyrir komandi páfa; að þeir segi af sér er aldurinn fari að færast yfir þá.

Aðrir telja að afsögnin  gæti orðið til þess að næsti páfi verði talsvert yngri en fyrirrennari hans og gæti þá verið lengur í embætti en þau átta ár sem Benedikt hefur setið á páfastóli.

Svissnesku verðirnir, lífverðir páfa, fylgdu honum að kastalanum í kvöld, …
Svissnesku verðirnir, lífverðir páfa, fylgdu honum að kastalanum í kvöld, lokuðu þungum viðarhurðum hennar og hurfu síðan á brott. AFP
Svissnesku verðirnir koma aftur til starfa þegar nýr páfi hefur …
Svissnesku verðirnir koma aftur til starfa þegar nýr páfi hefur verið kosinn. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert