Snjóbylur geisar í Japan

Að minnsta kosti sex hafa látist af völdum snjóbylja á Hokkaido-eyju í Japan. Sums staðar er jafnfallinn snjór um tveir metrar.

Meðal þeirra sem hafa látist eru kona og þrjú börn hennar á táningsaldri sem fundust í bíl sem hafði grafist niður í snjó. Talið er að þau hafi látist af völdum kolsýringsútblásturs frá bílnum, þar sem útblástursrör hans var fullt af snjó.

Búist er við áframhaldandi snjókomu á þessum slóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert