Páfi vill kirkju fyrir hina fátæku

Frans páfi segist vilja sjá „fátæka kirkju fyrir hina fátæku“. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann boðaði til í dag. Hann greindi ennfremur að hann hafi valið sér nafnið Frans í höfuðið á heilögum Frans frá Assisi, sem var uppi á 13. öld og var fulltrúi fátæktar og friðar.

Á miðvikudag var Frans kjörinn nýr páfi og yfirmaður kaþólsku kirkjunnar. Hann tók við af Benedikt 16. sem lét af embætti í síðasta mánuði.

Hann hvatti blaðamenn til að kynnast kirkjunni, bæði dyggðum hennar og syndum, og líta einnig til „sannleikans, góðmennsku og fegurðar“.

Hann sagði að Jesús Kristur væri miðpunktur kirkjunnar - ekki páfinn. Þá lagði hann áherslu á það að eðli kirkjunnar væri af andlegum en ekki af pólitískum toga.

Þá sagði Frans, að heilagur andi hefði veitt Benedikt páfa innblástur til að láta af embætti og leiðbeint kardínálunum til að velja sig sem næsta páfa.

Nýr páfi tók upp nafni Frans í höfuðið á heilögum …
Nýr páfi tók upp nafni Frans í höfuðið á heilögum Frans frá Assisi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert