Tóbak verði falið í verslunum

AFP

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, hefur lagt til að tóbak verði ekki sjáanlegt í verslunum, líkt og gert hafi verið á Íslandi frá árinu 2001.

Frumvarp þessa efnis var lagt fram í gær. Samkvæmt því skal tóbak geymt á bak við luktar dyr, ofan í skúffum, undir borðum eða bak við tjald eða með öðrum hætti svo það sé ekki sýnilegt viðskiptavinum verslana.

Er tilgangur frumvarpsins sá að draga úr aðgengi ungs fólks að tóbaki.  Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að sýnileiki tóbaks auki líkur á því að ungt fólk prófi það.

Bloomberg segir að tóbaksframleiðendur beini sjónum sínum sérstaklega að ungu fólki og með frumvarpinu sé verið að reyna að draga úr líkum á því að ungt fólk ánetjist tóbaki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert