Loka nektarströnd vegna kynlífs

Striplingar.
Striplingar. AFP

Yfirvöld í Wisconsin í Bandaríkjunum ætla að loka einni af vinsælustu nektarströndum landsins á virkum dögum. Er þetta gert til að reyna að koma böndum á ástundun kynlífs og eiturlyfjaneyslu á ströndinni og í næsta umhverfi hennar.

Striplingar víðs vegar að heimsækja ströndina við Wisconsin-ána og hefur svo verið í aldarfjórðung en þá barst sú fregn eins og eldur í sinu um Bandaríkin að ofurfrjálslyndir saksóknarar Dane-sýslunnar myndu ekki ákæra þá sem sýndu bert hold á ströndinni.

En striplingarnir sem nú sækja ströndina hafa ekki látið sér nægja að fækka fötum. Þeir eru gjarnir á að stunda kynlíf og neyta eiturlyfja í runnum á árbakkanum og það ætla yfirvöld ekki að sætta sig við.

Því hefur verið gripið til þess ráðs að loka ströndinni  og næsta nágrenni hennar á virkum dögum. Um helgar verður þó enn hægt að ganga ber um ströndina.

Talsmaður striplinganna, Bob Morton, segir við AP-fréttastofuna að þeir séu ósáttir við að ekki hafi verið haft samband við þá vegna lokunarinnar. Morton segir að upp til hópa séu striplingarnir sammála yfirvöldum og vilji að gestir strandarinnar haldi sig á mottunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert