Reynir að breyta viðhorfum Rússa

Rússneska leikkonan Evelina Bledans hefur vakið mikla athygli í heimalandinu eftir að hún fór að skrifa opinberlega um son sinn sem fæddist með Downs-heilkennið. Miklir fordómar eru gegn fólki með heilkennið í Rússlandi og eru flest börn sem fæðast með það gefin til ættleiðingar.

Talið er að um 2.500 börn fæðist á ári hverju með Downs-heilkennið í Rússlandi. Þau sem ekki eru gefin til ættleiðingar eiga erfitt með að aðlagast samfélaginu vegna fordóma í garð þeirra sem eiga rætur að rekja til Sovétríkjanna sálugu en þá voru börn með heilkennið falin og fengu vart að líta dagsbirtu augum.

Bledans segist hafa fengið mikil viðbrögð við skrifum sínum og að þau hafi veitt fjölda mæðra barna með heilkennið styrk og hugrekki. Henni sé því vonandi að takast að breyta viðhorfum Rússa til heilkennisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert