Kýpverjar samþykkja „samstöðusjóð“

Um 1000 grískir þjóðernissinnar mótmæltu til stuðnings Kýpur við þýska …
Um 1000 grískir þjóðernissinnar mótmæltu til stuðnings Kýpur við þýska sendiráðið í Aþenu í kvöld. AFP

Þjóðþing Kýpur samþykkti nú í kvöld, rétt fyrir miðnætti að staðartíma, fyrstu tvo liðina af átta skrefum sem ríkisstjórnin setti fram í örvæntingarfullri tilraun til að koma til móts við Evrópusambandið, sem hefur gefið Kýpur lokafrest til mánudags til að uppfylla skilyrði lánafyrirgreiðslu.

Meirihluti þingmanna samþykkti s.k. „samstöðusjóð“ sem stofnað verður til með því að þjóðnýta lífeyrissjóði landsins. Þá samþykkti þingið einnig viðskiptahöft sem koma eiga í veg fyrir að áhlaup verði gert á banka landsins, þegar þeir opna aftur á þriðjudag eftir vikulanga lokun.

Atkvæðin féllu eftir langar umræður milli leiðtoga þingflokkanna um hvernig unnt verði að ná því markmiði að tryggja 5,8 milljarða evru sjóð, til að frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fáist greitt út 10 milljarða evru neyðarlán. Náist það ekki hefur Seðlabanki Evrópu hótað því að lokað verði á allar lánalínur til kýpverskra banka.

Þingið á enn eftir að afgreiða umdeildari aðgerðir sem ríkisstjórnin leggur til, þar á meðal  15% skatt á bankainnistæður hærri en 100.000 evrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert