Brussel verði sjálfstætt borgríki

Frá miðborg Brussel.
Frá miðborg Brussel. Mbl.is/Una Sighvatsdóttir

Næstum 7 af hverjum 10 íbúum Brussel, höfuðborgar Belgíu og Evrópusambandsins, eru hlynntir því að stofna sjálfstætt borgríki komi til þess að Belgía klofni líkt og flæmskir þjóðernissinnar stefna að.

Þetta eru niðurstöður stórrar skoðanakönnunar sem birtar voru í dag. Tæplega 2 af þeim 11 milljónum manna sem búa í Belgíu eru í Brussel og 68% aðspurðra sögðust heldur kjósa stofnun sjálfstæðs borgríkis í Brussel en sameiningu með annað hvort Vallón, franska hluta Belgíu, eða Flæmingjalandi, hinum flæmska hluta Belgíu.

26% íbúa Brussel vilja að borgin tilheyri Vallón en aðeins 6% vilja að borgin tilheyri Flæmingjalandi.

Í niðurstöðunum er þó innbyggð mótsögn, því 66% aðspurðra á svæðunum þremur eru þeirrar skoðunar að Belgía eigi sér áfram framtíð sem ein heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert