Bankar á Kýpur áfram lokaðir

Kaffihúsagestur í Níkósíu fylgist með forseta landsins flytja sjónvarpsávarp.
Kaffihúsagestur í Níkósíu fylgist með forseta landsins flytja sjónvarpsávarp. AFP

Seðlabanki Kýpur segir að allir bankar landsins verði lokaðir til næsta fimmtudags. Gripið verður til tímabundinna ráðstafana varðandi úttektir þegar þeir opna, þrátt fyrir að samkomulag hafi náðst við ESB og AGS um 10 milljarða evra neyðarlán.

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Stjórnvöld í Kýpur voru búin að gefa það út að allir bankar landsins, nema þeir tveir stærstu, myndu opna í dag. Margir bjuggust við því að með samkomulaginu þá væri hægt að opna bankana í dag.

Seðlabankinn segir að ákveðið hafi verið að halda öllum bönkum lokuðum til að tryggja að bankakerfið starfaði eðlilega.

Öllum bönkum landsins var lokað fyrir viku eftir fyrstu tilraun stjórnvalda til að finna leið tli að afla þess fjár sem þurfti til að ná samkomulagi við ESB og AGS um lán. Þingið hafnaði þeirri leið en samkvæmt henni hefðu þeir sem hefðu átt lágar innistæðueigendur orðið fyrir miklu höggi líkt og þeir sem áttu geymdu stórar fjárhæðir í bönkunum.

Það var sett sem skilyrði fyrir lánveitingunni að Kýpur myndi sjá sjálft um að afla 5,8 milljarða evra. Meirihluti upphæðarinnar mun koma frá innistæðueigendum sem áttu yfir 100.000 evrur í Kýpurbanka og Laiki banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert