Barnaníðssamtök ekki bönnuð

Frá Amsterdam
Frá Amsterdam AFP

Hollensku samtökin Martijn, sem berjast fyrir að litið verði á kynlíf fullorðinna með börnum sömu augum og kynlíf fullveðja einstaklinga, unnu mikinn sigur fyrir dómstólum í dag þegar áfrýjunarréttur sneri við niðurstöðu undirréttar sem bannaði samtökin í fyrra.

Samkvæmt því sem fram kemur í dómi áfrýjunarréttarins stangast stefna samtakanna á við   allsherjarreglu en þrátt fyrir það sé engin hætta á að samtökin sjálf valdi upplausn í samfélaginu. Þó svo einstakir meðlimir samtakanna hafi verið dæmdir fyrir kynferðisbrot verði samtökin sjálf ekki gerð ábyrg.

Samtökin voru stofnuð árið 1982 og eru meðlimir um sextíu í dag. Þrátt fyrir baráttu samtakanna fyrir samþykki samfélagsins á kynlífi fullorðinna með börnum segjast þau berast gegn öllum myndum af kynferðisofbeldi.

Formaður Martijn sendi frá sér skilaboð á samfélagsvefnum Twitter eftir að dómurinn var kveðinn upp. Sagði hann það öllum til góðs að enn megi finna sanngjarna dómara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert