Fögnuðu dauða Thatcher og slösuðu lögreglumenn

Sex breskir lögreglumenn særðust, þar af einn alvarlega, er þeir reyndu að leysa upp götupartí sem var haldið til að fagna dauða Margaretar Thatcher.

Atvikið átti sér stað í Bristol á suðvestur Englandi. Andstæðingar Thatcher fögnuðu víða um Bretland í gær.

Lögreglan segir að um 200 manns hafi neitað að hverfa af götum Bristol er eftir því var leitað í nótt.

„Flöskum og dósum var hent að lögreglunni, sex lögreglumenn særðust,“ segir lögreglustjórinn Mark Jackson. Þá var lögreglubíll skemmdur og einn var handtekinn vegna óláta. Þá var einnig kveikt í nokkrum ruslafötum.

Enn lögreglumannanna liggur enn á sjúkrahúsi, alvarlega slasaður en þó ekki í lífshættu.

Gagnrýnendur Thatcher komu einnig saman til hátíðarhalda í Glasgow og Brixton í gær svo dæmi séu tekin.

Fagna dauða Margaretar Thatcher.
Fagna dauða Margaretar Thatcher. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert