Maduro sór embættiseið

Nicolas Maduro sór í gær embættiseið sem nýr forseti Venesúela. Pólitísk spenna hefur ríkt í landinu síðustu fimm daga eftir að hann lýsti yfir naumum sigri í afar jöfnum kosningum.

Maduro var hægri hönd Hugos heitins Chavez, fyrrverandi forseta til margra ára sem lést fyrir stuttu eftir baráttu við krabbamen.

Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna sigur Maduro í kosningunum og bandarísk stjórnvöld sögðust líka í vikunni ekki geta viðurkennt úrslitin enn sem komið er. En Maduro kærir sig kollóttann og var svarinn í embættið í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert