Þýskir evruandstæðingar með 19% fylgi

AFP

Þýski stjórnmálaflokkurinn AfD (Alternative für Deutschland) mælist með 19,2% stuðning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar en þingkosningar fara fram í Þýskalandi 22. september næstkomandi. Þetta kemur fram á fréttavef þýska viðskiptablaðsins Handelsblatt í dag.

Flokkurinn var settur á laggirnar fyrr á þessu ári en helsta stefnumál hans er að Þýskaland segir skilið við evrusvæðið og taki þýska markið upp á nýjan leik. Talsmenn hans, sem margir hverjir eru þekktir hagfræðingar, segja að evran hafi misheppnast sem gjaldmiðill og ógni samrunaþróuninni í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert