Metatvinnuleysi á Spáni

Atvinnuleysi á Spáni hefur rokið upp úr öllu valdi og mældist 27,2% á fyrsta ársfjórðungi 2013, sem er nýtt met. Þetta þýðir að yfir 6 milljónir Spánverja eru án atvinnu. Að sögn BBC hefur þó smám saman hægt á fjölguninni.

Spánn, sem er fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins, hefur átt í miklum erfiðleikum allt síðan kreppan skall á Vesturlöndum fyrir fimm árum síðan. Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar mun á morgun kynna nýja stefnumótun í efnahagsmálum með því markmiði að draga úr kreppunni

Fjöldamótmæli eru í farvatninu í Madrid vegna gegn aðgerðunum sem búist er við að boði enn frekari niðurskurð. 

Atvinnuleysi hefur ekki verið meira á Spáni síðan árið 1976, ári eftir dauða einræðisherrans Francisco Franco.

Spánverjar mótmæla viðvarandi atvinnuleysi.
Spánverjar mótmæla viðvarandi atvinnuleysi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert