Látinn á heimili sínu í tvö ár

Talið er að maðurinn hafi verið látinn í tvö ár …
Talið er að maðurinn hafi verið látinn í tvö ár þegar hann fannst í íbúð sinni.

Verkamenn í suðurhluta Stokkhólms fundu nýverið lík manns sem talið er að hafi verið látinn á heimili sínu í tvö ár. Lögreglan kennir lélegu félagslegu kerfi um að maðurinn hafi ekki fundist fyrr.

„Þetta er sorglegt en eftirliti í félagslega kerfinu er ábótavant, fólki stendur á sama um nágranna sína í stórum fjölbýlishúsum,“ segir Claes Björnefelt, talsmaður lögreglunnar. „Enginn saknaði mannsins. Hann var ekki í vinnu og lifði einföldu lífi.“

Maðurinn, sem var á sextugsaldri, bjó einn í íbúðinni og átti enga nána ættingja í Svíþjóð. Leigusalinn varð einskis var þar sem leigugreiðslan var skuldfærð mánaðarlega af bankareikningi mannsins. Það var ekki fyrr en ákveðið var að ráðast í endurbætur á pípulögnunum í húsinu, sem lík mannsins fannst.

Talið er að hann hafi látist árið 2011, af bréfum að dæma sem fundust í íbúðinni. Björnefält segir óvenjulegt að manneskja hafi verið dáin svona lengi án þess að finnast, þótt dæmi séu um að eldra, vinalaust fólk finnist nokkrum mánuðum eftir andlát. Nágranninn Åsa Jarra segir að hefði ekki verið ráðist í endurbæturnar gætu hafa liðið tíu ár þar til lík mannsins hefði fundist. „Maður veltir fyrir sér hversu margir dánir einstæðingar eru í íbúðum víða um borgina.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert