Vill hvetja konur til að vera heima

Joachim Meisner, kardináli.
Joachim Meisner, kardináli. Wikipedia/Gemos

Hvetja ætti þýskar konur til þess að „halda sig heima við og koma þremur eða fjórum börnum í heiminn“ í stað þess að treysta á að innflytjendur leysi mannfjöldavanda Þýskalands. Þetta segir Joachim Meisner, kardináli kaþólsku kirkjunnar í Köln, í samtali við þýska dagblaðið Stuttgarter Zeitung.

Meisner gagnrýnir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, harðlega í viðtalinu og segir stefnu ríkisstjórnar hennar í fjölskyldumálum vera í ætt við þá stefnu sem rekin hafi verið í Austur-Þýskalandi þar sem heimavinnandi konur hafi verið álitnar „geðveikar“.

Fæðingartíðni í Þýskalandi er sú lægsta í Evrópu eða einungis 1,36 börn á hverja konu. Þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda til þess að auka fæðingartíðni með því meðal annars að stórauka barnabætur hefur hún lítið breyst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert