Vilja „vernda komandi kynslóðir“

„Við erum ekki hér til að vernda eigin hagsmuni. Við erum hér til að vernda mannkynið, börnin okkar. Við erum hér til að vernda komandi kynslóðir,“ sagði Ludivine de la Rochére en hún fer fyrir samtökum sem mótfallin eru samkynhneigð og þá sérstaklega hjónaböndum samkynhneigðra. Fjölmenn mótmæli voru í París í dag.

Vika er síðan Frakkland varð 14. ríki heimsins til þess að samþykkja hjónabönd samkynhneigðra en Francois Hollande, forseti Frakklands, undirritaði lögin 18. maí síðastliðinn í kjölfar mótmæla og umræðu sem staðið hafði mánuðum saman.

Síðan þá hafa fjölmargar mótmælagöngur verið farnar víða um Frakkland og ef marka má orð de la Rochére verður ekkert lát á. „Við munum áfram nýta okkar rétt til að tjá okkur, og gera það á margvíslegan hátt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert