Dönum sem vilja úr ESB fjölgar

Ljósmynd/Norden.org

Þeim fjölgar í Danmörku sem telja að landið eigi að yfirgefa Evrópusambandið ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar á vegum Gallup. Samtals eru nú 39% Dana andvíg verunni í sambandinu samanborið við 16% fyrir fáeinum árum. 45% eru hins vegar hlynnt áframhaldandi aðild að ESB.

Fjallað er um könnunina á fréttavef danska dagblaðsins Jyllands Posten. Þar segir ennfremur að 30% aðspurðra telji að mál séu að þróast í rétta átt innan ESB en 40% telja hins vegar að sambandið sé á villigötum. Danir eru samkvæmt könnuninni í hópi þeirra þjóða innan ESB sem mestar efasemdir hafa um það. Sambærileg könnun sýndi að 55% Breta vildu ganga úr sambandinu og 39% Hollendinga.

Skoðanakönnunin var gerð í maí síðastliðnum og var úrtakið 750 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert