Hætt kominn vegna bólusetningarhræðslu foreldranna

Hjónin Ian og Linda Williams töldu bólusetningar geta haft alvarlegar …
Hjónin Ian og Linda Williams töldu bólusetningar geta haft alvarlegar aukaverkanir. mbl.is

Sjö ára nýsjálenskur drengur var hætt kominn þegar hann fékk stífkrampa sem foreldrar hans höfðu kosið að bólusetja hann ekki gegn.

Þetta kemur fram í frétt ABC.

Alijah Williams fékk skeinusár á ilina í desember sl. sem leiddi af sér stífkrampasýkingu, en foreldrar hans, Ian og Linda Williams, höfðu lesið sér til um mögulegar aukaverkanir bólusetninga og ákveðið að börn þeirra yrðu ekki bólusett. Svæfa þurfti drenginn til að draga úr streitu á líkamann, gerð bráðbarkaraufun [þræðing súrefnisslöngu gegnum barkann, innsk. blm.] og honum haldið á róandi lyfjum í þrjár vikur. „Það var mjög augljóst að við hefðum gert mistök,“ sagði faðir hans, sem er með gráðu í náttúruvísindum, en móðir drengsins er ljósmóðir. Hún var mjög andvíg bólusetningum og fékk föðurinn til að fallast á að bólusetja ekki börnin.

„Mistökin sem við gerðum var að vanmeta sjúkdómana og ofmeta aukaverkanir bólusetninganna,“ útskýrði faðirinn, , sem varar aðra foreldra nú opinberlega við því að bólusetja ekki börnin sín. „Þegar þú leitar að upplýsingum á netinu um bólusetningar finnurðu bæði mikið af kostum og göllum. Þú ferð að lesa um alla gallana, ferð að meta þá þyngra og trúa öllu sem um þá er sagt. Þá lítur út fyrir að rökin hnígi jafnt í báðar áttir. Það er mikið af sögusögnum í gangi og auðvelt að sogast inn í þær.“ Daginn eftir að Alijah var greindur með stífkrampa ákváðu foreldrar hans að bólusetja systkini hans tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert