15 létust í tveimur umferðarslysum

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Wikipedia

15 manns hið minnsta létu lífið í tveimur umferðarslysum sem urðu í Brasilíu í dag samkvæmt frétt AFP. Rúta með 40 ferðamönnum valt í suðurhluta landsins með þeim afleiðingum að 9 manns létust og margir slösuðust.

Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu en haft er eftir lögreglumanni sem kom á staðinn að vettvangur slyssins hafi litið út eins og vígvöllur. Ekki liggur fyrir af hvaða þjóðerni þeir voru sem létu lífið.

Þá létust sex manns og 32 slösuðust þegar rúta lenti utan vegar í norðausturhluta landsins. Talið er að bílstjórinn kunni að hafa sofnað undir stýri. Fram kemur í fréttinni að um 40 þúsund manns látist árlega í umferðarslysum í Brasilíu. Ekki síst vegna lélegra vegasamgangna og ölvunaraksturs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert