Hefur þegar sótt um hæli

AFP

Utanríkisráðherra Ekvadors hefur staðfest að bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hefur sótt um hæli í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi ráðherrans, Ricardos Patino.

Patino las á fundinum upp bréf sem ríkisstjórnin fékk frá Snowden. Óvíst er hvar hann er nú niður komin en kenningar eru uppi um að hann sé á leið til Kúbu og muni fara þaðan til Ekvadors.

Snowden hefur verið ákærður fyrir að stela gögnum bandarískra stjórnvalda og að hafa í leyfisleysi komið þeim á framfæri.

Snowden vill alls ekki fara til Bandaríkjanna. Hann segir að þar í landi fengi hann ekki réttláta málsmeðferð og ætti jafnvel yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert