Í Rússlandi til frambúðar?

Samtökin WikiLeaks sögðu í dag að Edward Snowden gæti neyðst til þess að dvelja í Rússlandi til frambúðar. Bandaríkin hafi haft áhrif á önnur lönd með ummælum sínum um milliríkjasamstarf og því vilji löndin ekki styggja bandarísk stjórnvöld með því að aðstoða Snowden. Julian Assange segir að samtökin hafi aðstoðað Snowden við að flýja frá Hong Kong og er einn meðlimur samtakanna sagður vera með honum í Moskvu.

Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, sagði í dag að Snowden væri enn á flugvellinum í Moskvu. Hann er sagður dvelja á svæði þar sem ferðamenn geta verið í allt að sólarhring án þess að fá landvistarleyfi í landinu.

Verður Snowden í Rússlandi til frambúðar?
Verður Snowden í Rússlandi til frambúðar? AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert