Blind hjón slá í gegn

Blindu hjónin Amadou og Mariam hófu feril sinn á götum borgarinnar Bamako árið 1980. Nú koma hafa þau komið fram á tónleikum víða um heim. Framundan er tónleikaferð um Evrópu og Norður-Ameríku.

Þau hafa meðal annars sungið með hljómsveitinni U2 og Manu Chao. Plötur með tónlist þeirra hafa selst afar vel í Afríku og segjast hjónin njóta þess að koma fram á sviði.

Hjónin hafa einnig komið fram hér á landi en þau vöktu mikla lukku á opnunartónleikum Listahátíðar árið 2010. Sama ár komu þau fram á opnunartónleikum Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Suður-Afríku. 

Amandou og Mariam frá Malí opna Listahátíð



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert