Flaug myndavél yfir spítala Mandela

Nelson Mandela.
Nelson Mandela. AFP

Lögregla í Suður-Afríku handtók í dag mann sem flaug fjarstýrði flugvél yfir spítalanum þar sem Mandela dvelur nú. Á flugvélinni var myndavél og var henni flogið aðeins örfáum metrum frá byggingunni. Markmiðið var að ná loftmynd af byggingunni og mannfjöldanum fyrir utan.

Eftir að maðurinn hafði lent flugvélinni var hann handtekinn af lögreglunni. Hann er sagður vinna fyrir kvikmyndafyrirtæki á svæðinu. Farið var með manninn inn í byggingu spítalans, þar sem hann var yfirheyrður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert