Fótboltadómari grýttur til bana og hálshöggvinn

Dómarar bregðast misilla við þegar leikmenn eru ósáttir við dóma …
Dómarar bregðast misilla við þegar leikmenn eru ósáttir við dóma þeirra AFP

Knattspyrnudómari í Brasilíu var grýttur til bana og lík hans afhöfðað eftir að hann hafði stungið fótboltamann til bana.

Dómarinn, Otavio da Silva, stakk Josenir dos Santos með hnífi eftir að sá síðarnefndi neitaði að fara af velli þegar da Silva rak hann út af. Dómarinn brást ókvæða við og stakk leikmanninn, sem lést af sárum sínum á leið á spítala. Leikurinn fór fram í Pio XII í Maranhao í Brasilíu.

Áhorfendur þustu við þetta út á völlinn og grýttu dómarann til dauða. Síðan skáru þeir höfuðið af líkinu.

Einn hefur verið handtekinn. Atburðirnir áttu sér stað 30. júní, en bærinn Pio XII er mjög afskekktur.

BBC greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert