Mos Def fær Guantanamo-meðferð

Mos Def settur í aðstæður Guantanamo-fanga
Mos Def settur í aðstæður Guantanamo-fanga Skjáskot Youtube.com

Yfir 100 fangar í Guantanamo-fangelsi Bandaríkjanna á Kúbu eru í hungurverkfalli. Til að koma í veg fyrir að þeir svelti til dauða eru þeir þvingaðir til að nærast með vafasömum aðferðum.

Rapparinn og leikarinn Mos Def bauðst til að undirgangast þessa meðferð í myndbandi fyrir mannréttindasamtökin Reprieve. Eftir að hafa barist gegn meðferðinni um stund brotnar hann saman og grætur og óskar eftir að meðferðinni sé hætt.

Í lok myndbandsins er athygli vakin á því að fangar í hungurverkfalli undirgangist þessa meðferð tvisvar á dag og standi ekki til boða að stöðva hana að eigin ósk og taki yfirleitt tvær klukkustundir. Mannréttindasamtök, læknar og lögfræðingar hafa lýst meðferðinni sem pyndingum og eigi ekkert skylt við læknavísindi.

Mbl.is vekur athygli á að myndbandið hér að neðan er ekki fyrir viðkvæma.

Frétt mbl.is: Ósiðlegt að þvinga fanga til að matast

The Guardian segir frá

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert