Palin hyggur á endurkomu í pólitík

Sara Palin, fyrrum ríkisstjóri Alaska
Sara Palin, fyrrum ríkisstjóri Alaska Mynd/AFP

Sara Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska sagði í viðtali í vikunni að hún sé alvarlega að íhuga að gefa kost á sér í kosningum til öldungadeildar bandaríska þingsins sem fara fram á næsta ári. Kosið verður um sæti Marks Begich, demókrata, en hann hyggur á endurkjör. 

„Ég við gera það fyrir fólkið sem hefur beðið mig um þetta,“ segir Palin og bætir við að repúblikanar þurfi nýtt blóð. „Við verðum að fá endurnýjun og henda út stjórnmálamönnum úr gömlu valdaklíkunum.“

Sara Palin vakti mikla athygli árið 2008 þegar hún var gerð að varaforsetaefni repúblikana í kosningabaráttu John McCains, en hún var fyrir það nokkuð óþekkt á stóra sviði stjórnmálanna í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert