Slökkviliðsstöð brann til kaldra kola

Eldur getur einnig komið upp í slökkvistöðum
Eldur getur einnig komið upp í slökkvistöðum mbl.is/Árni Sæberg

Brunahætta kann að leynast víðar en fólki dettur í hug. Því fengu slökkviliðsmennirnir á slökkvistöðinni í Froland í Noregi að kynnast í dag, en stöð þeirra brann til kaldra kola með tveimur slökkviliðsbifreiðum innandyra. 

Starfsmenn stöðvarinnar komu að henni í kvöld þar sem hún stóð í ljósum logum. Þar sem allur búnaður liðsins var inni í stöðinni þurftu þeir að kalla eftir aðstoð frá öðrum stöðum. Loks þegar slökkviliðið frá nágrannastöðinni í Arendal, sem er í tíu kílómetra fjarlægð, kom á staðin var lifði eldurinn ennþá, en stöðin var orðin að engu. Niðurlögum eldsins var ráðið snögglega. 

Ekki er vitað hvað olli brunanum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert