Erfðaröðin enn til umræðu

Frumvarp til laga sem mun tryggja jafnrétti beggja kynja í erfðaröðinni að bresku krúnunni, hefur enn ekki verið samþykkt í Kanada. 

Konungsfjölskyldan breska nýtur mikilla vinsælda í Kanada sem er enn eitt af ríkjum breska samveldisins.

Frumvarpið strandar hins vegar í frönskumælandi fylkinu Quebec - en þar kippa íbúarnir sér lítið upp við tilstandið í kringum barn þeirra Vilhjálms prins og Katrínar hertogaynju sem væntanlegt er í heiminn.

„Einhvern tímann fáum við nýtt andlit á peningaseðlana,“ segir háskólakennari í Quebec. Að öðru leyti skipti konungsfjölskyldan litlu máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert